Innlent

Minniháttar tjón í verksmiðju Norðuráls

Minniháttar tjón varð á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Unnið er að fullnaðarviðgerð en atvikið raskaði ekki framleiðslu álversins. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að bráðabirgðaviðgerð sé lokið og rafmagns sé komið á búnaðinn að nýju. Hann segir að unnið sé að fullnaðarviðgerð en tjónið sé óverulegt og hafi ekki raskað framleiðslu álversins. Ekki er búið að meta tjónið. Ragnar segir að það ekki óþekkt að ál renni út fyrir ker en það gerist nokkrum sinnum á ári. Starfsmönnum sé hins vegar engin hætta búin. Endurnýja þarf klæðningu í kerjunum á rúmlega fimm ára festi en atvik sem þetta getur komið upp þegar klæðningin er ónýt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×