Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt 24. ágúst 2006 12:02 Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding. Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding.
Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum