Innlent

Ólöglegt að gefa sígarettur

Kvikmyndin Thank you for smoking er ádeila á sígarettuiðnaðinn í Bandaríkjunum.
Kvikmyndin Thank you for smoking er ádeila á sígarettuiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mynd/Vísir

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að útvarpsstöðin X-FM hætti að gefa sígarettur með miðum á forsýningu myndarinnar Takk fyrir að reykja. Umhverfissvið telur sígarettugjafirnar ótvírætt brot á tóbaksvarnarlögum og hyggst kæra útvarpsstöðina ef ekki er farið að lögunum. Útvarpsstöðin hyggst engu að síður halda sínu striki og jafnframt að bjóða upp á fríar sígarettur á forsýningunni í Smárabíói annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×