Innlent

Enn díselolía á bílnum

Bíllinn kemur á áfangastað.
Bíllinn kemur á áfangastað. Mynd/Hörður

Áheitahringferð til styktar samtökum krabbameinssjúkra barna lauk um klukkan eitt í dag. Tæpir fjórtánhundruð kílómetrar eru að baki og enn var nokkuð eftir að díselolíu þegar bíllinn lauk hringferðinni um landið.

Það voru þreyttir en ángæðir ferðalangar sem renndu í hlað hjá bílaumboðinu Heklu laust eftir hádegi í dag. Stefán Ásgrímsson, ristjóri FÍB blaðsins ók bílnum og Óskar Örn Guðbransson, framkvæmdastjóri styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og dóttir hans Þuríður Arna slógust með í för. Þar sem bíllinn komst hringinn í kringum landið á einum tank af díselolíu, þá munu samtökinn fá bílinn til afnota í eitt ár líkt og stefnt var að. Auk þess hefur Hekluumboðið gefið 500.000 krónur til samtakanna. Bíllinn sem er að gerðinni Skoda oktavía eyddi að meðaltali 3,93 lítrum af díselolíu á hverjum hundrað kílómetrum en meðalhrað bílsins var 59 kílómetrar á klukkustund. Ökuþórinn er ánægður með útkomuna og ætlar að aka bílnum þar til síðasti díseldropinn klárast.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×