Malbranque til West Ham?

Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham muni reyna að fá til sín franska miðjumanninn Steed Malbranque frá Fulham áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Malbranque hefur verið settur út í kuldann hjá Fulham og hefur Chris Coleman knattspyrnustjóri þegar lýsti því yfir að hann muni aldrei aftur spila leik fyrir félagið.