Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru 22. ágúst 2006 19:59 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira