Óánægja með fyrirhugaða efnistöku í Hrossadal 22. ágúst 2006 19:45 Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta Fréttir Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Mikil óánægja er meðal sumarbústaðaeigenda í landi Miðdals í Mosfellsbæ vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal. Þeir óttast að friðurinn verði úti á svæðinu og telja slysahættu aukast stórlega með aukinni umferð flutningabíla um svæðið. Eigendur lands í Miðdal hafa gert samning við fyrirtækið Strók um efnisvinnslu í Hrossadal til næstu tuttugu ára. Fyrirhugað efnistökusvæði er skammt frá Nesjavallavegi. Ætlunin er að vinna um eina milljón rúmmetra af stórgrýti á tímabilinu, en talin er töluverð þörf á slíku efni, meðal annars vegna lagningar Sundabrautar og hafnargarða. Strókur hefur skilað inn matskýrslu vegna umhverfisáhrifa efnistökunnar til Skipulagsstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að sjónræn áhrif hennar séu óveruleg þar sem náman sé að mestu leyti í hvarfi frá Nesjavallavegi. Þá telur framkvæmdaaðilinn að hávaði af völdum flutningabíla sé undir viðmiðunarmörkum fyrir þau sumarhús sem er að finna á svæðinu. Þessu eru sumarbústaðareigendur við Krókatjörn, Selvatn og Silungatjörn, sem er í nágrenni fyrirhugaðrar námu, ósammála og mótmæla framkvæmdunum. Segja þeir efnistökuna beinlínis ógn við þann frið sem ríkt hafi á svæðinu, bæði vegna sprenginga sem fylgi efnistökunni og hávaða af völdum stórvirkra vinnuvéla. Þá benda þeir á að gert sé ráð fyrir að 30 stórir bílar á dag sæki efni í námuna en það þýði 60 ferðir á dag á Nesjavallavegi með tilheyrandi slysahættu og hávaða. Sumarbústaðaeigendur hafa sent inn athugasemdir sínar við matsskýrslu Stróks til Skipulagsstofnunar en frestur til athugasemda rennur út 27. september. Til stendur að halda opinn kynningarfund í næstu viku á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar vegna framkvæmdanna og þangað ætla sumarbústaðareigendur að mæta
Fréttir Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira