Innlent

Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill rannsókn á byggingu Kárahnjúkavirkjunar

Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Vinstrihreyfingin-grænt framboð telur að mikilvægt sé að fram fari óháð og gagnsæ rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu virkjunarinnar áður en vatni verður veitt í Hálslón og tekur þannig undir kröfu náttúruverndarsamtaka þar að lútandi. Flokkurinn segir mikilvægt að rannsókn fari fram nú þar sem að komið hafi á daginn að undirbúningi og rannsóknum í aðdraganda framkvæmdanna hafi verið ábótavant sem og mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kemur fram í ályktun sem flokkurinn sendi frá sér í dag þar sem þeir minna einnig á ábyrgð þeirra sem greiddu atkvæði með Kárahnjúkavirkjun á vettvangi Alþingis og Borgarstjórnar Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×