Vilja að starfsmenn Orkuveitunnar fái að tjá sig um þjóðfélagsmál 22. ágúst 2006 13:21 Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Vinstri grænna fara fram á að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur beitir sér nú þegar fyrir því að aflétt verði fyrirmælum um að starfsmenn megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. En sérfræðingi hjá orkuveitunni hefur verið bannað að tjá sig um skýrslu sem hann gerði um Kárahnjúkastíflu. Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Siugurðsson, borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa sent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur bréf. Í bréfinu segir að nýlega hafi verið staðfest í fjölmiðlum að nafngreindur starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur hafi fengið fyrirmæli frá stjórnendum fyrirtækisins um að tjá sig ekki um málefni Kárahnjúkavirkjunar, og því borið við að um samkeppnisfyrirtæki sé að ræða. Borgarfulltrúarnir segja marga hafa tekið undir varnaðarorð sérfræðinga sem beint hafi sjónum manna að áhættunni samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar, staðarvali hennar og hönnun. Þær ábendingar hafi ekki hvað síst varðað ótryggan berggrunn undir stíflu- og lónsstæðinu og verið kunnar allt frá þeim tíma sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fór fram. Full ástæða sé til að taka slík viðvörunarorð alvarlega og láta fara fram nýtt og óháð áhættumat, enda ríkir almannahagsmunir í húfi. Svandís og Árni þór segja ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að vísindamenn séu beittir óbeinum eða beinum þrýstingi og jafnvel fyrirmælum um að veita almenningi ekki upplýsingar sem byggi á faglegum og fræðilegum rannsóknum. Slík vinnubrögð hafi í gegnum tíðina fyrst og fremst tíðkast í einræðisríkjum og beri vott um ótta við sannleikann. Reykjavíkurborg eigi 45 prósenta hlut í Landsvirkjun og því varði upplýsingar um framkvæmdir á hennar vegum alla Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Í ljósi alls þessa fari borgarfulltrúarnir fram á við stjórnarformann Orkuveitunnar að hann beiti sér nú þegar fyrir því að starfsmenn Orkuveitunnar fái notið sjálfsagðra og stjórnarskrárbundinna lýðréttinda og að aflétt verði fyrirmælum um að þeir megi ekki tjá sig um brýn þjóðfélagsmál.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira