Innlent

Árekstur tveggja báta

Mynd/Ólafur Bernóduson

Árekstur varð þegar Björgunarbáturinn Húnabjörg frá Skagaströnd og línuveiðabátur frá Suðurnesjunum sigldu saman rétt fyrir utan höfnina á Skagaströnd um tvö leitið í nótt. Tveir menn voru um borð í línubátnum og slösuðust báðir. Annar var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann er lítið slasaður en er enn til aðhlynningar. Hinn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi þar sem gert var að sárum hans en hann var útskrifaður stuttu seinna. Báðir bátarnir skemmdust við áreksturinn en leki kom að línubátnum sem var dregin í land, af Öldunni, þar sem dælt var úr honum.

Björgunarbáturinn Húnabjörgin var á leið úr leit úti fyrir Húnaflóa, þegar slysið átti sér stað. Leitað var að bátnum Þyt-SK8 frá Sauðárkróki og tóku TF-LÍF og björgunarsveitin á Ísafirði þátt í leitinni. Einn maður var um borð í bátnum sem hafði haldið til veiða á Hornbanka, um 40 sjómílur norð-austur af Horni. Þegar hann tilkynnti sig ekki sem skildi upp úr miðnætti var kölluð út leitarsveit. Talstöðvarsamband náðist svo við bátinn klukkan hálf tvö í nótt og amaði ekkert að, en báturinn var utan fjarskiptasambands. Honum var þá gert skylt að fara inn fyrir langdrægni sjálfvirkarar tilkynningaskyldu þannig að hægt væri að ná í hann og nema hann á tölvuskjá. Ekki er leyfilegt að fara út fyrir sjálvirka tilkynningarskyldu svæðið án þess að láta vita af sér og mun Landhelgisgæslan því skoða hvernig tekið skuli lagalega á máli Þyts SK-8

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×