Innlent

Segir samninganefnd um varnarmál óvirka

MYND/HEIÐA

Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar segir að ekkert hafi verið gert til að virkja samninganefndina sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um varnarmál við Bandaríkjamenn, þótt aðeins mánuður sé í að öll starfsemi verði á bak og burt af Keflavíkurflugvelli.

Litlar sem engar upplýsingar hafa þó fengist um framtíð þess eða um hvernig viðræður samninganefndarinnar, sem fjalla átti um það hvernig varnarmálum Bandaríkjamann og Íslendinga yrði háttað í framtíðinni, gengur.

Ekki náðist í Geir H. Haarde til að fá upplýsingar um þessi mál í dag en í Blaðinu, sem kom út í morgun, kemur fram að hann ætli ekki að tjá sig um stöðu varnarmála meðan viðræðum samninganefndarinnar er ólokið.

Þetta undrast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og þá sérstaklega í ljósi þess hve lítið virki saminganefndin virðist hafa verið.

Á nýafstöðnu flokksþingi framsóknarmanna minntist Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður Framsóknar á það sem hann kallar oftrú Sjálfstæðismanna á Bandaríkjamönnum og tók Ingibjörg undir orð hans þó hún segði Framsóknarmenn ekki hafa farið varhluta af þeirri oftrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×