Innlent

Útikennslustofa tekin í gagnið

Útikennslustofa, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður opnuð formlega af Skógræktarfélagi Reykjavíkur á fimmtudaginn næstkomandi. Þá munu kennarar og nemendur úr Norðlingaskóla koma og prufukeyra námsefni sem notað verður við stofuna.

Útikennslustofuna geta allir kennarar og nemendur í leik- og grunnskólum notað en það er gert með þeim hætti að námsefni sem nota á í stofunni er halað niður af heimasíðu Náttúruskólans, tekið með og leysa svo nemendur verkefnin í útikennslustofunni.

Útikennslustofan er staðsett við Elliðavatnsbæinn í Heimörk og er samstarfsverkefni milli Skógræktarfélagsin, Náttúruskóla Reykjavíkur og Vinnuskóla Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×