Innlent

Skólastarf hefst á morgun

Skólastarf hefst þriðjudaginn 22. ágúst. Alls munu 15.155 börn og unglingar stunda nám í grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Rúmlega 1.500 börn hefja nám í 1. bekk. Árbæjarskóli er fjölmennasti grunnskólinn með tæplega 800 nemendur á öllum bekkjastigum. Fámennasti skólinn er nýr grunnskóli í Norðlingaholti með um 100 nemendur, en þar verður kennt í 1.-8. bekk í vetur.

Í  Austurbæjarskóla og Fellaskóla er hæst hlutfall nemenda af erlendu bergi brotnu, en í þeim skólum eru töluð u.þ.b. 30 tungumál auk íslensku.

Nýir skólastjórar eru Börkur Vígþórsson í Grandaskóla, Dagný Annasdóttir í Öskjuhlíðarskóla og Jóhanna Vilbergsdóttir í Engjaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×