Innlent

Fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi

Í dag byrjaði fjölþjóðleg ráðstefna um sjávarútvegsmál og fiskeldi í Namibíu í Afríku. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-24. ágúst á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Forseti Namibíu, H.E. Hifikepunye Pohamba, setur ráðstefnuna á morgun en Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra slítur henni á fimmtudaginn næstkomandi.

Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman íslenska sérfræðinga og sérfræðinga alþjóðastofnana, auk sérfræðinga annarra stofnanna, sem starf á þessu sviði í sjö löndum í sunnanverðri Afríku. Með ráðstefnunni er einnig verið að sýna góðan árangur af starfsemi sjávarútvegsskóla Sameinuður þjóðanna sem rekinn hefur verið á Íslandi frá 1998.

Meðal fyrirlesara eru fulltrúar Alþjóðabankans og FAO. Afríkuríkin sjö sem senda fulltrúa á ráðstefnuna eru Kenýa, Úganda, Tansanía, Móambík, Malaví, Suður- Afríka og Namibía.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×