Innlent

Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Eistlands

Mynd/Hörður Sveinsson

Forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa þegið boð, forsætisráðherra Eistlands um opinbera heimsókn til Eistlands dagana 21. - 23. ágúst. Tilefnið er að nú eru 15 ár liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt og var Ísland fyrst til að veita þeim stuðning og taka upp stjórnmálasamband við þá.

Forsætisráðherra Íslands mun einnig eiga fund með Arnold Ruutel, forseta Eistlands, Toomas Varek, forseta þingsins, Urmas Paet utanríkisráðherra og Juri Ratas borgarstjóra í Tallin. Þá verður forsætisráðherra viðstaddur afhjúpun minningarskjaldar á Íslandstorgi í Tallinn. Skjöldurinn er til minningar um viðurkenningu Íslands á endurheimtu sjálfstæði Eistlands. Forsætisráðherra mun svo heimsækja fyrirtæki sem tengjast viðskiptum við Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×