Innlent

Lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi

Maður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi eftir að bifreið ók á hross sem hljóp yfir veginn um miðnætti í nótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður og gekkst hann undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans er hann í öndunarvél.

á Vesturlandsvegi eftir að bifreið ók á hross sem hljóp yfir veginn um miðnætti í nótt. Einn var fluttur alvarlega slasaður og gekkst hann undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans er hann í öndunarvél.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að hross hljóp í veg fyrir bifreið sem ekið var í átt til Reykjavíkur. Við það missti ökumaður stjórn á bílnum þannig að hann kastaðist yfir á öfugan vegarhelming þar sem hann lenti á bifreið sem var á leið upp á Kjalarnes. Í bílnum voru auk ökumanns, tveir farþegar og lést farþegi í aftursæti en ökumaður er alvarlega slasaður og þurfti lögreglan að beita klippum til að ná honum úr bílnum.

Farþegi sem var í bílnum á leið norður bringubeinsbrotnaði. Vesturlandsvegur var lokaður í þrjár klukkustundir vegna slyssins eða til að verða fjögur í nótt.

Þetta er sextánda banaslysið í umferðinni á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×