Innlent

Nýjar upplýsingar um sjávardvöl laxsins

Upplýsingar um sjávardvöl laxins, sem aldrei áður hafa fengist, skiluðu sér til Veiðimálastofnunar í vikunni þegar þrír laxar með rafeindamerki komu úr sjóferð sinni í Kiðafellsá í Kjós.

Í fyrravor voru þrjú hundruð laxaseiðum með rafeindamerkjum sleppt í Kiðfellsá í Kjós. Rafeindamerkin eru ný frá fyrirtækinu Sjörnu-Odda en jafn smá og fullkomin merki hafa ekki áður verið búin til. En sjávardvöl laxisins hefur lengi verið mönnum hluin ráðgáta. Athygli vekur að laxinn heldur sig aðallega í yfirborðslögum sjávar en tekur dýfur allt niður á sex hundruð metra dýpi en talið er að hann geri það til að finna leiðina heim.

Sigurður Guðjónsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir mikilvægt að vita hvar laxinn heldur sig því þannig sé hægt að kanna þau svæði. Hvort þar hafi verið orðið einhverjar breytingar af manna eða náttúrunnar. Siguður segir Veiðimálastofnun líka vilja kanna afdrif tveggja ára laxs sem dvelur í sjónum í tvö ár og hvert lax úr ám norðanlands fer en talið er víst að hann sæki á önnur svæði.

Þetta verkefni er það stærsta sem Veiðimálastofnun hefur sett af stað og er áætlað að nærri áttatíu milljónir þurfi til að fjármagna það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×