Innlent

Hugmynd um kláf upp á Gleiðarhjalla

Ísafjörður
Ísafjörður Mynd/Vilmundur Hansen

Fæðst hefur sú hugmynd á Ísafirði að byggja kláf upp á Gleiðarhjalla sem liggur fyrir ofan bæjinn.

Úlfur Úlfarsson verslunareigandi á Ísafirði fékk þá hugmynd á dögunum að byggja kláf upp á Gleiðarhjalla sem er í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð. Fyrirtækið Ásel á Ísafirði greip hugmyndina á lofti og hefur óskaði eftir tilboði frá frá erlendu fyrirtæki. Hugmyndin er á frumstigi en kostnaður er áætlaður 460 milljónir.

Gleiðarhjalli er í um 500 metra hæð og útsýnið þaðan er fallegt og stórbrotið, það ætti því að draga að sér margann ferðamanninn. Í sumar komu um 20.000 ferðamenn með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar og er vonast til með tilkomu kláfsins að auka þá tölu til muna sem og fjölga hinum almenna ferðamanni. Einnig er hugmyndin að halda kláfnum úti á veturna og stíla þá inn á skíðafólkið og þá helst stórhuga í ævintýrahug sem gætu þá látið sig gossa niður fjallshlíðina í lausamjöllinni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×