Grönholm með forystu

Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford hefur 12 sekúndna forystu á Sebastien Loeb á Citroen eftir fyrsta keppnisdaginn í Finnlandsrallinu. Grönholm byrjaði vel í dag og vann þrjár af fyrstu fjórum sérleiðunum við erfiðar aðstæður. Finninn hefur unnið keppni þessa fimm sinnum á síðustu sex árum, en heimsmeistarinn Loeb hefur enn ekki náð að sigra í þessari keppni. Hann hefur þó enn þægilegt 33 stiga forskot í stigakeppninni til heimsmeistara.