Powell jafnar heimsmetið aftur

Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi karla í kvöld þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 9,77 sekúndum á Gullmótinu í Zurich. Þetta er í þriðja sinn sem Powell hleypur á heimsmetstímanum, en Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay varð annar í kvöld á persónulegu meti, 9,84 sekúndum.