Innlent

Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna

Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú.

Svarendur voru spurðir Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Ellefu prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er mun verra gengi en flokkurinn hlaut í síðustu alþingiskosningum. Um 36% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis 3,1% Frjálslynda flokkinn. Athygli vekur að fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna er nær hnífjafnt. Slétt 22 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinguna og 21,6% myndu kjósa Vinstri græna. Tæp sjö prósent sögðust myndu skila auðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×