Innlent

Meiri stuðningur við Siv en Jón

Siv Friðleifsdóttir
MYND/GVA

Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn.

Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn.

Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×