Innlent

Þakka fyrir stuðninginn

Dagskrá hátíðarinnar
Dagskrá hátíðarinnar

Litháarnir koma hingað til þess að þakka Íslendingum fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku ríkjanna, Litháen, Lettlands og Eistlands. Nú eru liðin 15 ár síðan Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði þjóðanna.

Það er að frumkvæði Gintautas Babravicius, fyrrverandi þingmans í Litháen, sem ferðin er farinn. Með í för eru litháíska lúðrasveitin Timitras, rokksveitin LT United, tónslistartvíeykið Partyzanai og ljósmyndasýningin 24 tímar í Litháen.

Ljósmyndasýningin verður opnuð af Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, kl. 18:00 í dag í sal Tryggingarmiðstöðvarinnar að Aðalstræti 6, jarðhæð. Sýningin lýsir litháískum raunveruleika í dag.

Listflugmaðurinn Jurgis Kairys mun sýna listir sýnar við Reykjavíkurhöfn kl. 17:00 á laugardaginn. Hann er einn fremsti listflugmaður Litháa.

Lúðrasveitin Trimitas leikur við setningu menningarnætur kl. 11:00 á laugardaginn.

Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson mun veita liðlega 200.000 undirskriftum móttöku sem þakka Íslendingum stuðninginn árið 1991. Sú athöfn fer fram á Bessastöðum kl. 12:00. Við sama tækifæri munu borgarstjórar Vilníus og Reykjavíkur undirrita vinarbæjarsáttmála borganna.

Ljósmyndasýningin 24 tímar í Litháen verður opnuð almenningi kl. 14:00 á laugardaginn og rokksveitin LT United spilar á sviði Ingólfstorgs kl. 21:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×