Innlent

KS gerir tilraun með rafrænt kjötmat

Kindaskrokkar, sem eru metnir með því að láta þá renna í gegnum eftirlitshlið, eins og þau sem flugfarþegar ganga í gegnum á flugvöllum, eru ekki fjarlæg framtíð. Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki gerir nú þegar tilraunir með þess háttar rafrænt kjötmat.



Markaðurinn gerir ríkar gæðakröfur til íslensks lambakjöts og bændur leggja sig í framkróka við að uppfylla þær, meðal annars með eyrnamerkjum og nákvæmri skráningu sem tryggir að unnt sé að rekja ættir og heilsufarssögu lambsins sem er leitt til slátrunar. Í Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga eru menn tilbúnir að ganga skrefinu lengra - svo sem kynnt verður á landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki um helgina.

Í því skyni að halda niðri kostnaði og auka gæði framleiðslunnar á framvegis að skrá rafrænt eftir endurnýtanlegum örmerkjum og spara þannig heilmikla handavinnu og leysa kjötmatsmennina af hólmi með tölvutækni. Skrokkarnir renna í gegnum eins konar eftirlitshlið sem sendir upplýsingarnar í tölvu og tækju fleiri sláturhús upp sama búnað yrði kjötmat í landinu samstillt.

Lambeyrarbúið í Dölum er í fararbroddi í þessum efnum og tekur þátt í þessari tilraun með sláturhúsinu á Króknum en fleiri eru í burðarliðnum ...

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×