Innlent

14 mótmælendur kærðir

Mótmælendur í krana á framkvæmdasvæðinu í gær.
Mótmælendur í krana á framkvæmdasvæðinu í gær. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Álfyrirtækið Alcoa í Reyðarfirði hefur formlega kært 14 mótmælendur, sem ruddust inn á lokað athafnasvæði fyrirtækisins í gærmorgun til að mótmæla framkvæmdum þar. Skaðabótakröfur gætu numið allt að 40 milljónum króna.

Í hópnum er aðeins einn íslendingur. Fólkið er kært fyrir að fara í óleyfi inn á lokað vinnusvæðið, fyrir að hafa stofnað sér og örðum í hættu og gerður er fyrirvari um skaðabótakröfur. Tjón vegna tafa af því að vinna var stöðvuð vegna mótmælanna í gærmorgun er metið á 28.6 milljónir króna, og vegna tafanna þegar bóndinn á Kollaleiur fór inn á vinnusvcæðið fyrir nokkrum döguum up á 11,3 milljónir eða samtals upp á tæpar 40 milljónir króna.

Enn sló í brýnu milli lögreglu og mótmælenda í gær þegar lögreglan á Eskifirði lagði hald á bílaleigubíl, sem mótmælendurnir notuðu til að komast ferða sinna. Einn úr hópnum, sem var í bílnum, neitaði að afhenda hann og var hann handtekinn, sem mótmælendur telja að hafi verið ólöglegt. Eftir því sem NFS kemst næst, héldu flestir mótmælendanna úr landi með Norrænu nú fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×