Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu 16. ágúst 2006 18:52 Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum