Innlent

Fjórtán mótmælendur kærðir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Fjórtán mótmælendur hafa verið kærðir fyrir mótmælin á byggingasvæði álversins á Reyðarfirði í morgun. Þrettán manns voru handteknir og kærðir fyrir að fara í leyfisleysi inn á byggingarsvæðið og stofna sjálfum sér og öðrum í hættu. Einn til var handtekinn fyrir að keyra hina á svæðið og telst hann því meðsekur. Síðustu mótmælendurnir voru handteknir um hádegisbil og færðir til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Eskifirði.

Byggingastarfsemi var hafin aftur að fullu klukkan hálf tvö í dag en vinnustöðvunin hafði þá varað í átta klukkustundir frá því að mótmælendur fóru inn á byggingasvæðið. Vinna hafði þó hafist á ákveðnum svæðum jafnt og þétt, eftir því sem mótmælendur voru fjarlægðir og talið var að öruggt væri að hefja störf að nýju.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×