Innlent

Verri heilsa hátekjufólks

Heilsa hátekjufólks er verri en hins almenna borgara. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í dag. Rannsóknin var hluti af doktorsverkefni Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur. Niðurstöðurnar sýndu að heilsa Íslendinga fer batnandi með hækkandi launum þar til tekjur eru orðnar talsvert háar. Þá snýst sambandið við og heilsa versnar.

Heilsa er tengd launum að einhverju leyti og fer batnandi eftir því sem tekjur aukast. Heilsuójöfnuður er því til hér á landi þó hann sé ekki mikill miðað við löndin sem við berum okkur helst saman við, að sögn Tinnu. Hátekjufólk hins vegar er við verri heilsu eftir því sem tekjur þeirra hækka. Ástæður þessa segir Tinna ekki að fullu ljósar. Í rannsókninni var kannað hvort ástæðurnar gætu verið aukin streita sem fylgdi hátekjustörfunum en svo reyndist ekki vera. Annan mögulegan þátt segir Tinna vera að hátekjufólk gefi sér síður tíma til að huga að heilsunni. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvað veldur þessu sambandi.

verri en almenningur?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×