Kristinn H. vill í ritaraembættið 14. ágúst 2006 13:58 Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira