Innlent

Ástarvikan sett í þriðja sinn

Bolvíkingar senda hjartalaga blöðrur til þeirra sem eiga skilið ástarkveðju.
Bolvíkingar senda hjartalaga blöðrur til þeirra sem eiga skilið ástarkveðju. Mynd/Soffía Vagnsdóttir

Ástareldurinn mun loga í hjónaherbergjum Bolvíkinga næstu dagana en ástarvikan var sett í þriðja sinn í dag. Eins og áður er markmið bæjarhátíðarinnar meðal annars að hvetja bæjarbúa til frekari barneigna til að fjölga íbúum Bolungavíkur.

Ástarvikan er orðin fastur liður í bæjarlífinu á Bolungarvík og víst er að ástin og kærleikurinn nær til flestra. Margir sýna á sér nýja hliðar og jafnvel hörðustu sjómenn taka upp á því að yrkja ástaljóð til eiginkvenna sinna. Soffía Vagnsdóttir og Ilmur Dögg Níelsdóttir eru aðal skipuleggjendur hátíðarinnar. Óhætt er að segja að áhrif hátíðarinnar séu sterk en Ilmur flutti til Bolungarvíkur með manni sínum í ástarvikunni í fyrra en þau voru ekkert að tvónóna við hlutina og eiga von á barni innan tíðar. Ilmur segir dagskrá hátíðarinnar vera fjölbreytta en hápunktur hennar verður á fimmtudaginn þegar ný bæjarstjóri, Grímur Atlason, flytur í bæinn ásamt fjölskyldu sinni.

Grímur og kona hans, Helga Vala Helgadóttir, eiga samtals fjögur börn. Soffía segir að Grímur verði verðlaunaður nái hann að fjölga íbúum Bolungavíkur enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×