Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu 8. ágúst 2006 19:00 Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira