Innlent

Náttúrusamtök Íslands gangrýna framgöngu lögreglu

Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að lögregla megi hafa afskipti af mótmælendum, hindra ferðir þeirra eða leita í vistarverum þeirra ef hún telur að af þeim geti stafað einhver ógn eða hætta. Náttúruverndarsamtök Íslands eru þessu ósammála.

Gagnrýnin hefur beinst að aðerðum lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu. Mótmælendur hafa haldið því fram að lögregla reyni að með öllum ráðum að hindra ferðir þeirra um opin svæði á hálendinu, leiti í bílum þeirra og taki af þeim vistir. Í dag sendu síðan Náttúruverndarssamtök Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem þau taka undir þessa gagnrýni og hvetja stjórnvöld til að láta af því sem þau kalla hernað gegn saklausu fólki. Í fréttum hér á NFS í gær sagði Ragnar Aðalsteinsson, hæstarréttarlögmaður að aðgerðir lögreglu stönguðust á við stjórnarskrá Íslands.

Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum hefur vísað ásökunum um harðræði á bug og vitnað í þessu sambandi í 15. grein lögreglulaga. Margrét Kristjánsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík segir lögregluna vissulega hafa heimild til að hafa afskipti af fólki sem hún telur að stafi ógn af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×