Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð 3. ágúst 2006 20:04 Vestmannaeyjar MYND/Vísir Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður. Fréttir Innlent Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira