Mikið um að vera víða um land 2. ágúst 2006 21:15 Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira