Innlent

Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs

Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn. Fundurinn er boðaður af untanríkismálanefndum Heimdallar og SUS og framsögumenn eru Guðrún Guðmundsdóttir, mannfræðingur sem búið hefur á svæðinu og Örn Arnarson, MA í alþjóðastjórnmálum, blaðamaður, og stundakennari við HÍ. 

Farið verður yfir bakgrunn átakanna og rætt hvernig alþjóðasamfélagið getur gripið inn í atburðarrásina og hernig hægt sé að koma á varanlegum frið milli landanna. Eftir framsögur verða umræður þar sem Guðrún og Örn munu sitja fyrir svörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×