Innlent

Íslendingur í haldi

Sautján ára Íslendingur, Yousef Ingi Tamimi, er búinn að vera í haldi öryggisvarða á flugvellinum í Tel Aviv í tíu klukkustundir. Hann fær engar upplýsingar um hvers vegna honum er haldið.

Eins og Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk að reyna, þá er getur reynst þrautin þyngri að komast framhjá öryggisvörðum á flugvellinum í Tel Aviv. Hún var að fara frá Ísrael en Ingi Tamimi var að koma.

Um sautján hundruð flugskeyti Hisbolla skæruliða í Líbanon hafa lent í Ísrael síðustu nítján daga. Ísraelar eiga í átökum á tveimur vígstöðvum, í Líbanon og á Gaza. Því kann eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv að vera enn strangara en hingað til. En ræðismaður Íslands í Ísrael er kominn í málið.

För Inga er heitið til Jerúsalem, þar sem hann ætlar að hitta frænku sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×