Innlent

Íslensk stjórnvöld vilja tafarlaust vopnahlé í Líbanon

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur í dag ritað Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Líbanon. Hún segir það viðhorf íslenskra stjórnvalda að gerð verði tafarlaus krafa um vopnahlé og eyðileggingu Líbanons hætt. Utanríkisráðherra segir sér hafa brugðið við fregnir af árás á friðagæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fyrr í vikunni. Hún segir íslensk stjórnvöld gera sér grein fyrir því að málið sé flólkið og að Ísarelar þurfi að geta varið hendur sínar. Hún hvetur þó Ísraela til að leita lausnar á deilunni svo hægt verði að binda enda á þjáningar Líbana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×