Innlent

Hreindýrshaus fannst í ruslatunnu

Fella skal hreindýr sem fara yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Fella skal hreindýr sem fara yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Mynd/Brynjólfur Brynjúlfsson

Hreindýrshaus, skinn og lappir fundust í ruslatunnu við Freysnes í Öræfum á miðvikudagsmorgun. Fréttavefurinn Horn.is greinir frá því að reglur Umhverfisstofnunar banni stranglega að farið sé með úrgang hreindýra yfir í Öræfin, en Jökulsá á Breiðamerkursandi myndar sauðfjárveikivarnarlínu og skal fella þau dýr sem yfir ána fara. Veiðileiðsögumönnum ber að annast urðun úrgangs eftir settum reglum en þó er ekki útilokað að veiðiþjófar hafi verið þarna á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×