Innlent

Minntust látinna bifhjólamanna

Mynd/Hrönn

Á annað hundrað bifhjólamanna voru samankomnir fyrir utan laugardalshöllina. Dauðsföll í umferðinni hafa sett svip sinn á sumarið. Tveir bifhjólamenn hafa látist. Yfirskrift fundarins var: Baráttufundur til fækkunar bifhjólaslysa.

Karen Gísladóttir, skipuleggjandi fundarins, var ánægð með góða mætingu. Hún sagði mikilvægt að bæta umferðarmenninguna. Þar gætu bifhjólamenn lagt sitt af mörkum.

Fundarsalurinn í Laugardalshöllinni var þétt setinn. Greina mátti sorg í svip fundargesta enda mótorhjólafólk samheldinn hópur. Meðal fundargesta var Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sem er í Sniglunum, þó hún hafi lagt mótorhjólahanskana á hilluna í bili.

Siv sagði það forgangsatriði að koma í veg fyrir frekari slys í umferðinni.

Eftir fundinn keyrði hópurinn í Heiðmörk þar sem minningarathöfn um látna félaga var haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×