Innlent

Vill banna tengivagna

MYND/Vísir

Formaður samgöngunefndar Alþingis vill að flutningabílum verði bannað að aka með tengivagna. Hann segir að strandflutningar hafi lagst af áður en vegirnir voru tilbúnir fyrir aukna þungaflutninga. Nauðsynlegt sé að fara yfir gjaldskrár hafna til að reyna að ná hluta flutninganna aftur í skipin.

Guðmundur Hallvarðsson, formaður Samgöngunefndar, segir gagnrýni á vegi landsins í kjölfar þess að bensínflutningabíll valt í Ljósavatnsskarði réttmæta. Vegirnir séu of þröngir víða en unnið sé að því að breikka vegi landsins um metra og það taki einfaldlega tíma. Á meðan segir hann vegina ekki tilbúna að taka við öllum þeim þungflutningum sem um þá fara, sérstaklega ekki stórum bílum með tengivagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×