Innlent

Tilviljanir að ekki hafi orðið stórslys

MYND/Vísir

Tilviljanir virðast hafa ráðið því að undanförnu að ekki hafa orðið stórslys þegar vöruflutningabílum hefur hlekkst á, á þjóðvegum landsins. Slíkum slysum hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra.

Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt í Ljósavatnsskarði í fyradag er á góðum batavegi. Sama er að segja um bílstjóra flutningabílsins sem valt á Bessastaðafjalli í Fljótsdal í gær. Þykir reyndar ganga kraftaverki næst að hann skuli hafa sloppið lifandi miðað við skemmdir á bílnum.

Í báðum þessum tilvikum, og reyndar fleiri upp á síðkastið, hefur viljað svo vel til að aðrir vegfarendur, hvorki gangandi, ríðandi né akandi, hafa átt leið um þegar slysin urðu. Frá áramótum til maíloka hafa orðið 333 slys og óhöpp þar sem vöruflutningabílar eiga hlut að máli sem er fjölgun um 70 frá sama tímabili í fyrra.

Slysum þar sem vöruflutningabílar hafa komið við sögu hefur líka fjölgað úr 23 í fyrra í 31 í ár, og eru slysin í gær og fyrradag þá ekki meðtalin. Svo virðist sem olíubíllinn sem valt í fyrradag hafi verið á of miklum hraða, en ekki liggur fyrir hvað olli slysinu á Bessasatðafjalli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×