Innlent

Samfylkingin vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir að stöðva mannréttindabrot Ísraelshers

Mynd/Stefán Karlsson

Samfylkingin vill að ríkisstórnin beiti sér fyrir að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða til að stöðva mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðarleysi hrjá ríkisstjórnina.

Á fimmta hundrað manns hafa nú látið lífið í stanslausum árásum Ísrealshers undanfarna daga í Líbanon. Talið er að yfir 2000 manns séu særðir og meira en hálf milljón manna hefur flúið heimili sín á flótta undan Ísraelsher. Samfylkingin segir, þetta mannréttindabrot af hálfu Ísraela og ósvaranlegt að ríkistjórnir um heim allan bindist ekki samtökum til að stöðva blóðbaðið sem á sér stað í Líbanon. Samfylkingin vill því að ríkisstjórn Íslands taki skýra afstöðu um þessi mál og lýsir yfir andstöðu sinni við gjörðir Ísraelshers, sem herja á óbreytta borgara í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×