Innlent

Rússneskt rusl finnst í Hafnarfirði

Rússneski togarinn reykjandi fyrir viðgerðina
Rússneski togarinn reykjandi fyrir viðgerðina

Íbúi í Hafnarfirði grunar áhöfn á rússneskum togara, sem liggur úti fyrir höfninni, um að fleygja rusli í sjóinn. Meðal annars fannst rússnesk tómatsósuflaska í fjörunni í Hafnarfirði.

Togarinn var í Hafnarfjarðarhöfn um tíma vegna vélarbilunar. Mikinn reyk lagði frá bátnum en eftir að gert hafði verið við hann var honum siglt til prófunar en síðan lagt úti fyrir höfninni til frekari viðgerða. Þar hefur hann verið í fimm daga. Hafnsögumenn hyggjast fylgja eftir ábendingunni og skoða svæðið í kringum togarann. Þeir hafa hins vegar ekki lögsögu yfir togaranum þar sem hann er ekki á hafnarsvæðinu.

Tveir aðrir rússneskir togarar liggja í höfninni í Hafnarfirði og því gæti rússneska ruslið einnig hafa komið frá öðrum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×