Innlent

Stefán Jón Hafstein mótmælir frestun á byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss

Mund/Heiða Helgadóttir

Stefán Jón Hafstein, fulltrúi Samfylkingarinnar í menningarmálaráði, segir ríkisstjórnina ekki geta einhliða gengið gegn samningum, um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, sem fjórir ráðherrar skrifuðu undir fyrir örfáum mánuðum. Hann segir Reykjavíkurborg vera fullgildan aðila þessa samkomulags og því verða að bregðast hart við slíkum ákvörðunum, þar sem hagsmunir borgarinnar eigi undir högg að sækja. Hann segir að undirbúningur, sem er þegar hafinn valdi miklu raski í miðborginni sem tefur umferð og lýti ásjónu borgarinnar, auk þess sem hagsmunir verslunar séu miklir af því að hraða bygginga framkvæmdum. Stefán kallar þessa ákvarðanatöku, í yfirlýsingu sinni, hreinan dónaskap af hálfu ríkisins og væntir þess að Reykjavíkurborg fari yfir samskiptareglur við ríkisstjórnina um þetta samvinnuverkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×