Innlent

Stefnt að því að ljúka framkæmkvæmdum næsta vor

Framkvæmdum við stækkun og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miðar vel áfram. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum fyrir tuttugu ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar næsta vor. Lokaáfangi verksins er nú að hejast með enn frekari breytingum á 2. hæð flugstöðvarinnar og verulegri stækkun og breytingu á innritunar- og komusal stöðvarinnar. Þá verður komið upp nýju flokkunarkerfi farangurs sem á að þrefalda afköst frá því sem nú er og þá verður innritunarborðum einnig fjölgað. Framkvæmdir við stækkun og breytingu á flugstöðinni hófust árið 2003. Farþegum um flugstöðina hefur fjölgað hratt á síðustu árum en talið er að um tvær milljónir manna fari um flugvöllinn á þessu ári. Til samanburðar fóru 460 þúsund manns um völlin árið 1983 og gert er ráð fyrir að farþegafjöldi verði kominn upp í þrjár komma tvær milljónir manna árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×