Innlent

Neytendasamtökin óánægð

Neytendasamtökin eru óánægð með viðbrögð ráðherra við hugmyndum matvælaverðsnefndar.  Þau segja fulla ástæðu til að velta fyrir sér til hvers þessi nefnd hafi yfir höfuð verið skipuð og telja landbúnaðarráðherra standa í vegi fyrir aðgerðum til lækkunar á matvælaverði.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir að forsætisráðherra snýst í raun gegn öllum hugmyndum sem formaður matvælaverðsnefdarinnar setur fram í skýrslu sinni.

Neytendasamtökin minna á tvennt í þessu sambandi. Í fyrsta lagi liggur fyrir að þegar virðisaukaskattur var lækkaður í 14% á flest öllum matvælum þá skilaði það sér til neytenda. Í öðru lagi hafa stjórnvöld eftirlitsstofnanir sem geta fyglt því fast eftir að þessar lækkanir skili sér til neytenda.



Landbúnaðrráðherra hefur bent á í fjölmiðlum að það séu ekki aðeins matvæli sem séu dýr hér á landi og nefnir dæmi um verð á lyfjum og fatnaði og að þetta þurfi einnig að skoða. Það er undarlegt að fyrst nú þegar tillögur liggja fyrir um hvernig ná megi niður verði á matvælum skuli landbúnaðarráðherra reyna að eyða umræðunni með þessu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×