Innlent

Þrír hafa látist í bifhjólaslysum í ár

Þrír hafa látist í bifhjólaslysum á árinu. Mótorhjólalögreglumaður telur aukna vélhjólaeign, vaxandi umferð og slæma vegi eiga sinn þátt í slysunum. Hjólafólk ætlar að hittast á fundi í vikunni og fara yfir umferðaröryggismál.

Ellefu hafa látist í umferðaslysum í ár. Þrír voru ökumenn bifhjóla og er bifhjólafólki illa brugðið.

Tvær vélhjólakonur í Sniglunum hafa skipulagt fund hjólafólks í Laugardalshöll klukkan átta á fimmtudagskvöld. Slíkur fundur var síðast haldin eftir að tvö bifhjólaslys urðu með stuttu millibili árið 2004.

Árni Friðleifsson sem starfar í vélahjóladeild lögreglunnar í Reykjavík segir vélhjólaeign hafa aukist gríðarlega á undanförum árum. Hann segir hættulegra sé að vera á vélhjóli heldur en í bíl og það verði að vera hjólafólki ofarlega í huga. Hann segir vegina hafa farið versnandi með aukinni umferð.

Árni segist uggandi yfir næstu tveimur mánuðum þegar byrjar að rökkva að nýju því þá hafi oft orðið alvarleg slys.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×