Innlent

Sænsk ræðisskrifstofa í Húsavík

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur ákveðið að stofna sænska ræðisskrifstofu í Húsavík.  Þórunn Harðardóttir hefur verið skipuð heiðursræðismaður fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Útnefning Þórunnar verður kunngerð af sænska sendiherranum Madeleine Ströje Wilkens á Húsavík í dag um leið og Sænskum dögum verður hleypt af stokkunum.

Þórunn er fædd árið 1978. Hún hefur B.Sc. í viðskiptafræði, ferðaþjónustusviði frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig stundað nám við háskóla í Stokkhólmi og Kalmar í Svíþjóð. Hún starfar nú við fyrirtækið Norðursigling á Húsavík sem leiðsögumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×