Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota 22. júlí 2006 12:59 Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira