Innlent

Samtök stofnuð um sögutengda ferðaþjónustu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Nýlega voru stofnuð samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Forsvarsmenn samtakanna vilja samnýta krafta sína og beina sjónum ferðamanna enn frekar að söguarfleið Íslendinga.

Samtökin voru stofnuð til að auka samvinnu þeirra aðila sen vinna með elsta tímabil Íslandssögunnar, eða frá landnámi til 14. aldar. Yfir þrjátíu aðilar eru í samtökunum meðal annars Þjóðminjasafn Íslands, Árnastofnun, Fjörukráin og Sögusetrið á Hvolsvelli. Samtökin hafa nú gefið út bækling á ensku og íslensku þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um öll þau söfn og sýningar á landinu sem leggja áherslur á umrætt tímabil Íslandssögunnar. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður samtakanna, segir stofnun þeirra vera löngu tímabæra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×